Nýjast ! frétt

Hjólastillingar

Að hafa rétta stefnu á hjólum er eitt mikilvægasta atrið við akstur, það sparar gúmmí sem er dýrt, það sparar eldsneyti, það eykur ánægju við akstur.. Hafa ber í huga að dekkin eru eina tenging bíls við yfirborð vegar og því þörf á að halda munstri þeirra í eins góðu lagi og hægt er. Við að hjólastilla reglulega verður verkefnið ódýrara en þegar langt líður á milli, lendum oft í að allir stilliboltar eru fastir í fóðringum vegna þess að þeir eru aldrei hreyfðir, þetta eykur mjög á kostnað við að hjólastilla þegar það þarf virkilega ( ráðlagt að stilla ca. 2-3 ára fresti )

Framrúðuskipti

Nú er tíminn til að huga að framrúðuskiptum til að þurfa ekki að fara aftarlega í röðina þegar sól hækkar á lofti, auk þess skynsamlegt að gera við stjörnur sé það hægt áður en rúða springur. Erum í samstarfi við tryggingafélög landsins og erum bæði við og þau á því að laga stjörnur sé það hægt, það er fyrir alla hagkvæmt, eiganda ökutækja, tryggingafélög, okkur á CAR-X og þjóðfélagið allt.