Um okkur

CAR-X ehf er stofnað í Mars 2004 af þeim Sigurði Halldórssyni, Sævar Inga Sverrissyni og Gísla Pálssyni, voru þeir allir áður starfsmenn réttinga og sprautuhluta Kraftbíla, byrjaði starfsemin í Draupnisgötu 6. á Akureyri

Starfsemin var fyrst um sinn smá í sniðum og þrengsli töluverð þó svo öll aðstaða til viðgerða á tjónabílum hefði verið með ágætum, auk stofnanda voru starfsmenn Sveinn Kristjánsson og Sigurður Sigurbergsson.

Árið 2010 var CAR-X flutt í Njarðarnes 8. þar sem það er enn, eftir þá flutning og aukið rými gafst tækifæri til að auka þjónustuna eftir því sem kallað var eftir henni, byrjað var að stunda almennar bílaviðgerðir samhliða tjónaviðgerðum og er það nú svo komið að í Njarðarnesi 10 er rekið sér bílaverkstæði, er þar gert við allar tegundir bifreiða þó svo áhersla sé lögð á þjónustu við eigendur þeirra vörumerkja sem við þjónustum samkv. samningum þar um, en það eru Ford - Volvo - Polestar - Jeep - Chrysler - Fiat - Ram

Bílabjörgun er hluti af CAR-X og varð það 2013 við kaup á þeirri starfsemi, er nú Bílabjörgun rekinn undir sömu kennitölu og CAR-X en með sér aðsetur í Njarðarnesi 12. þar sem er geymsla fyrir tjónaða og skemmda bíla. www.bilabjorgun.is