Framrúður og framrúðuskipti

Framrúða bíla er eitt af aðal hlutum bílsins, það þarf að vera gott útsýni út um hana að jafnaði og svo er hún öryggishlutur þ.e hluti af burðarvirki bíls.

Það hefur verið í allmörg ár möguleiki að láta laga litlar stjörnur í rúðum sé það gert í tíma og þær ekki mjög stórar, líttu við hjá okkur til að fá álit og þá viðgerð á viðgerð teljir þú líkur á árangri mv. meðfylgjandi myndir.. Þó viðgerð verði sjaldnast eins og óskemmt gler varnar hún í flestum eða öllum tilfellum því að rúða springi og vandamálið verði meira, öll tryggingafélögin hafa farið þá leið að sættast á að greiða viðgerð án nokkurar eigin áhættu eiganda og því er þetta vin, vin mál.

 

Fjöldi framrúðu mála fyrstu fjóra mánuði hvers árs hjá CAR-X síðustu 5 ár 

2021 = 142

2020 = 124

2019 = 100

2018 = 141

2017 = 114